Draupnir - 01.05.1893, Page 8
8
þessum hugrenningum sofnaði hann um síðir og
dreymdi um hermannalífið; hann stóð á vórði við
leikhúsið og sá gestina ganga inn; vinir hans leidd-
ust prúðbúnir, en enginn leit við honum, því
hryggan mann dreymir sjaldan gleðilega drauma.
Morguninn eptir vaknaði hann við það, að Björn
prófastur var farinn að búast til brottferðar. Hann
spratt upp og ætlaði að taka föt sín og klæða sig,
en þá opnuðust dyrnar og frú Guðríður kom inn
með þjónustustúlku einni; hann breiddi því yfir
höfuð sjer og ljezt sofa.
»Hjerna«, sagði frúin og benti á föt Jóns, »taktu
þau öll og sníddu eptir þeim í snatri, sníddu bux-
ur, frakka og vesti, en jeg skal dveljafyrir honum,
ef hann vaknar; taktu af vaðmálinu, sem er uppi
á loptinu, af svarta stranganum grófari, því að hann
þarf fyrst að fá hversdagsklæðnað. — Hann er ber
og nakinnU sagði hún í lægra róm. Stúlkan tók
fötin og gekk út. Jón stundi undir sængurfötunum
og hugsaði: »f>að á þá að fara að gefa mjer föt
eins og sveitarómaga! — Ó drottinn minn, hörð er
fátæktin! — mun jeg lengi þurfa að bera þann
kross, herra? — Nei, aldrei! Jeg fer hjeðan apt-
ur til móður minnar; jeg vil þúsund sinnum held-
ur vera hjá henni í fátæktinni, en þiggja þetta
náðarbrauð«. Hann hugsaði sig um. — »En er
það jafnvel ekki enn þyngra, að þnrfa að vera
móður minni til'byrði, sem er fátæk ekkja og hefir
fullt í fangi með að komast af? — Jú, þúsund sinn-
um blóðugra náðarbrauð. — En Arni prestur, mág-
ur minn á þingvöllum, hann þarf mín heldur ekki
með, þar þyrfti jeg því einnig að vera þurfa-