Draupnir - 01.05.1893, Page 9
9
maður«. |>annig urðu allar hugsanir hans að ráða-
leysi, hvert sem hann sneri sjer, og hann óskaði
sjer aptur í herþjónustuna. — Bn nú háfði hann
sleppt henni.
Bötin voru sniðin og Jón fjekk sinn fornfálega
búning aptur; hann klæddist skjótt og gekk til
stofu og var ekki annað að sjá, en hann væri ró-
legur yfir kjörum sínum.
»|>að var óheppilegt«, sagði Björn prófastur við
frúna, »að síra Steinn skyldi vera orðinn kirkju-
prestur hjer; annars hefði Jón jporkelsson getað
tekizt þann starfa á hendur«.
»Og prófastur minn«, sagði hún og brpsti kýmnis-
lega, sem hún átti vanda til, »það eru nóg andleg
og líkamleg störf til í Skálholti fyrir 3—4 Jóna —
Hugsið ekkert um það«.
Jón f>orkelsson leit til hennar þakksgimlega og
óskaði í hjarta sínu, að nóg störf væru til, og
settist nú miklu rólegri til borðs með Birni pró-
fasti.
»Jón minn«, sagði Guðríður seinna um daginn,
*þjer hefðuð ef til vill gaman af, að ríða á næstu
bæi með Brynjólfi syni mínum, til að kynna yður
fólkið og landslagið, því þjer megið búast við, að
yður leiðist heima fyrst í stað, þar sem kunningj-
ar yðar eru ekki heima, en maðurinn minn og fað-
ir minn öðru hvoru við rútnið. jpjer verðið að
reyna að gjöra- yður heimakominn og snúa yður
til mín, ef yður vanhagar um eitthvað«. fegar
hún sagði þetta, kom á hana hryggðarsvipur. Hon-
uni varð litið á hana, augu þeirra mættust, og ein-
hver undarleg geðshræring, er hann gat ekki gjört