Draupnir - 01.05.1893, Page 11
11
hin smáu ástaratlot, aem í daglega lífinu tengja
hjarta við hjarta, vantaði í sambúð þeirra.
Hann hafði elskað áður, en þær tilfinningar gengu
til grafar með Eaguheiði Brynjólfsdóttur, og hann
gat ekki vakið aptur til lífs æskutilfinningar sínar,
og héldur ekki vakið þær í brjósti frú Guðríóar,
því hann hafði sjálfur rnisst þær, og hún saknaði
þeirra minna, af því hún þekkti þær ekki af eigin
reynslu.
þannig voru hagir þeirra, þegar Jón, er hafði
svo heitt og viðkvæmt hjarta, en var vafinn mót-
lætisböndum, settist að í Skálholti 1691. Eins og
hann fyrirhafnarlaust náði hylli frú Guðríðar, eins
vermdi hann og hjarta hins aldurhnigna, rauua-
mædda biskups í sjúkdómi hans, án þess að hann
sjálfur vissi af því. Náttúran hafði gjört hjarta
hans svo ríkulega úr garði, að það var ein3 og
það væri skapað til að verma og hressa.
Hinn 13. febrúar 1893.
Að morgui hins 13. febrúar 1693 var blíðasta og
bezta veður. Höfðu gengið stöðugar þíður og varla
komið snjókorn úr lopti. Bændur hugðu búsæld
fyrir höndum og undu hag sínum hið bezta. Magn-
ús Sigurðsson í Bræðratungu var auðugur og mesti
rausnarmaður; hann hafði nokkur ár verið
giptur þórdísi, dóttur Jóns sál. Hólabiskups og
kvað lítið að samförum þeirra. þórdís varð við
giptinguna stillt og þunglynd, og þótti þeim, sem
áður þekktu hana í æsku, mjög svo brugðið skap-
ferli hennar, en ætluðu þó, að slíkt sæ.mdi vel
giptri konu. Móðir heunar, Guðríður, var þá flutt