Draupnir - 01.05.1893, Page 12
12
að eignarjörð sinni, Leirá, því móðir hennar, Helga
Arnadóttir lögmanns, Oddssonar, sem þar bjó fyr,
var nú látin. Voru stöðugar samgöngur milli Bræðra-
tungu og Leirár. fennan morgun sátu þær Sig-
ríður yngri — (Sigríður hin eldri giptist Magnúsi
Bjarnasyni á Espihóli) — og f>órdís í stofu og
saumuðu. jpórdís var mjög hnuggin og leit opt
upp frá saumunum út um gluggann, og þegar hún
hugði að systir sín veitti sjer ekki eptirtekt, brá
hún hendinni upp að augunum og þerrði eitt og
eitt tár, sem læddist hægt niður um vangana. Sig-
ríður gaf systur sinni við og við hornauga, en vildi
eigi láta hana taka eptir því, og er hún sá tár
hennar renna, leið hægt andvarp frá brjósti henn-
ar.
#Hví ertu nú venju fremur stúrin, systir?« sagði
hún um síðir.
nStúrin! jeg er ekki stúrin«, sagði jþórdís og leit
upp. »En þó svo væri, þá eru það engin undur;
jeg á nú á hverri stundu von á Maguúsi neðan af
Eyrarbakka. |>ú veizt á hverju jeg á von!«
Sigríður fór aptur að sauma og sagði: »f>að er
illt að vera gipt, þegar svona gengur*.
»Já, það er illt að vera gipt«, svaraði f>órdís.
»Maður gengur út í þetta blindandi, eða, svo má .
segja um okkur konur margar hverjar, — mig að
vísu ekki. Jeg hafði gott og guði þekkt mark
fyrir augum, en það varð að engu, og jeg líð án
þess að nokkur hafi gagn af því. Veslings faðir
minn! hann þurfti ekki lfðveizlu minnar, eins og
hann spáði kvöldið áður en hann sigldi.
Sigríður leit nú upp frá saumunum og festi bláu,