Draupnir - 01.05.1893, Page 13
13
-'ólegu, skarplegu augun á systur sinni: »Nú sldl
jeg«, sagði hun, »hvers vegna þú duldir mig þess,
að þú hefir átt Magnús til að hjálpa föður okkar;
það er vantraust á guði, að hugsa, að maður verði
að sökkva sjer niður í endalausa eymd til þess að
hjálpa öðrum úr henni«.
þórdís hristi hrygg höfuðið: »Við skulum
ekki tala um þetta og ekki mögla yfir því, sem
fram er komið; það batnar ekki við það«. Húu
hjelt áfram verki sínu og tárin runnu nú, án þess
hún reyndi að hylja þau.
Sigríður hjelt líka áfram verki sínu og hugsaði
um hjónabandið, hvað það væri bindandi og ar-
mæðusamt. Hún þekkti ekki góðu hliðina á því.
Faðir hennar hafði átt í sífelldum málaferlum og
erjum, og húu hafði opt sjeð móður sína fella heit
sorgartar. Hún heyrði og, að hann var opt af-
undinn og önugur við hana, því að þegar byrði
lífsins ætlaði að verða honum of þung, þá fór fyrir
honurn eins og svo mörgum, að þeir fengu sárast
á því að kenna, er hjarta hans voru kærastir. Hún
lagði þetta niður í huga sínum og einsetti sjer að
giptast aldrei.
þ>á rauf jpórdís þögnina: »Jeg hefði borið kjör
mín betur, ef jeg hefði ekki elskað annan! |>ú
veizt ekki, hve sárt það er, að vera bundin
manni, sem maður hvorki getur virt nje elskað
en heyra sagt frá sífelldum framförum og vaxandi
virðingu þess manns, sem hjartað ann og hugur-
inn ekki gleyma kann«.
»|>essu get jeg ekki verið samþykk, elsku systir!#
mælti Sigríður. »Sje ástin ekki byggð á sjálfs-