Draupnir - 01.05.1893, Page 16
16
svona svívirðilega sakfelld! Er þó ekki eðlilegt,
að hún, sem að miklu leyti stendur fyrir búinu,
þurfi að ráðfæra sig við þá, sem ráðdeildarmeun
eru, eins og Jón Vídalín er sagður vera«.
Síra Daði sagði: »þ>etta segja nú allir! — Jeg
sel það ekki dýrara en jeg keypti. Svo vitum við
og, húsfreyja góð! að allir eru menn breyskir, þá
er svo horfir við, og húsfrú Guðríður er töfrandi
og fjörug, þótt hún sje nú ekki lengur barnung«.
Magnús skaut höfði upp til hálfs og sagði: #Heyr-
ið þið dyggðafyrirmyndina, f ...... . hans Arna
MagnússonarU og hann hló tröllslega.
»Magnús! Ertu nú með öllu viti?« sagði f>órdís.
»Og jeg held það! þú sagðir sjálf áður en jeg
átti þig, sem aldrei skyldi verið hafa, að þú gætir
ekki veitt mjer annað en vináttu þína, því þú elsk-
aðir hann Arna Magnússon, og þú hefir ósleitulega
haldið það loforð, þ>órdís!«
|>órdís anzaði honum ekki. Tilfinningar hennar
deyfðust, en lifnuðu við aptur með ákafa. Hún
var að hugsa um að segja þarna skilið við hann
og fara á burtu. En til hverra gat.hún farið? Og
hvað var unnið við það? — Einungis enn meira
hneyksli. jpau áttu og börn saman. — Hún barði
sjer því þegjandi á brjóst og hugsaði: »Allar kon-
ur ættu að talavarlega við menn sína, og ekki trúa
þeim fyrir fleiru en góðu hófi gegnir«.
Sigríður hugsaði: #Jeg vildi að jeg fengi sem
fyrst hentuga ferð suður til móður minnar. jþessi
sambúð erhörmulegri en svo, að him taki tárum«.
Allírþögðu nú, unz síra Daði raufþögnina: »Jón
jporkelsson sagði mjer, að Arni ætlaði að ferðast