Draupnir - 01.05.1893, Page 18
18
iat í fáti í kjöltuna á einhverjum, sem hjelt henni
fast. Magnús rumskaði í rúminu, skimaði út í
myrkrið og sagði hetjulega: »Er jeg þá kominn í
sjálft helvíti?«
»Ó nei, Magnús! Enn ekki!« var svarað úr myrkr-
inu. »það er hún gamla Hekla, sem þannig ýfir
sig á móti aldarandanum«.
»Jæja, síra Daði minn! Jeg fer þá að krira,
liggja og lúra: Síðan lagðist hann niður aptur og
hitiut vært.
Mesta myrkvanum ljetti við og við af, augna-
blik og augnablik í senn. Menn sátu þar, sem
þeirvoru komnir, í krókum og kimum, úti og inni.
þeir, sem ómenntaðir voru, hugðu dómsdag kom- >
inn; aðrir hugðu þetta vera einhverjar náttúrunýj- j
ungar, sem endað gætu á hættulegum jarðskjálft-
um, því að Rekla hafði ekki látið bera á sjer um
langan tíma. þá er ofurlítið fór að birta fyrir aug-
um, komust menn aptur til sjálfra sín og fóru að líta :
í kringum sig. það gerði Sigríður líka. Varð hún j
þá vör við, að hún sat í knjám á manni. En hver
var hann? Hún leit um öxl sjer, og augu þeirra
Jóns Vídalíns mættust. það er hægra að hugsa j
sjer en lýsa tilfinningum þeirra. Sigriður ætlaði j
nú að rífa sig úr kjöltu Jóns, en hann spennti
hana svo fast höndum, að hún sat kyr og róleg,
þar til er næsta myrkvanum var af ljett; þá reyndi \
hún að losa greiparnar af sjer, en það vildi ekki
ganga greitt. Hún leit þá bænaraugum til Jóns.
Hann tók að sjer hendurnar og sagði: »Líður yður
hjer ekki nógu vel?«