Draupnir - 01.05.1893, Page 26
26
hún sat í knjám mjer; engri hefir fyr orðið svo
bilt við slíkt glettnisbragð. En það má einu gilda.
— Enginn frami mundi mjer verða að þeim kosti,
og engin er þar auðsvon heldur, því hún er fátæk.
Með þessum hugleiðingum tókst honum. að hug-
hreysta sig í þann svipinn, en aldrei gat hann þó
útrýmt henni úr huga sínum, þótt hann reyndi að
telja sjer skynsamlegar fortölur.
»Hafið þjer nýlega fengið brjef frá jpórði bróður
yðar?« spurði hann.
»Jeg fæ mjög sjaldan brjef frá honum. Hann
skrifar einungis móður okkar«.
•Hefir hann enn ekki ráðið við sig, hvort hann
sezt að á Islandi eða í Iíaupmannahöfn!« sagði
Jón.
»Hann velur sjer líklega þá stöðu, sem er arð-
sömust«, svaraði hún.
»JÚ, jómfrú góð! • en auður og ánægja er þó sitt
hvað, og jeg hygg jniklu hyggilegra, að velja sjer
þá stöðu, sem er viðunanlegri, þótt hún gefi minna
af sjer«.
»það er skortur á hyggindum, að fella sig ekki
við það, sem manni er hentugt, þótt eitthvað
mætti finna skapfelldara#.
»Já, en ef nú er hægt að finna þetta, sem geð-
felldara er, þá er þó rjettara að taka það. Eða hald-
ið þjer það ekki með mjer, að auðvirðilegt sje að
vera sjálfsníðingur?* Hann beið eptir svari.
»þ>að er undir því komið, hvernig og hvers vegna
menn níðast á sjálfum sjer!«
»Jeg held, jómfrú góð! að það verði ekki skoðað
nema á einn veg. Eða munduð þjer ekki kalla þann