Draupnir - 01.05.1893, Page 27
27
mann sjálfsníðing, sem ætti nógar eigur, en svelti
þó sjálfan sig og aðra, til þess að fullnægja með
því einhverju augnamiði, sem ef til vill væri að eins
hjegórafi«.
»Svo getur því augnamiði verið varið, að það
megi dyggð kalla«.
»Setjið dæmi, jómfrú góð!«
»Að safna til elliáránna, eða að lijálpa einhverj-
um, sem bágt á, í kyrþey.
»Að safua til elliáranna! — Eins og nokkrum
manni sjeu elliárin vís! — það er hið sama sem
að vilja leysa hinn mikla húsföður himnanna frá
starfa sínutn«.
»Að breyta hyggilega er bæði dyggð og skylda«,
sagði hún stillilega.
»TTeg sje, jómfrú góð! að við höfum ólíkar skoð-
anir á dyggð og skyldu«, sagði hann, »því að jeg
hygg, að vjer eigum tafarlaust að hjálpa liverjum
þeim, er þarfnast hjálpar vorrar, hvort sem hann
svo er Samverji eða Gyðingur«.
»Og kasta svo fjárinunum vorum fyrir óhófsbelg-
inn og svallarann, ef til vill« sagði húu.
»Látum guð dæma þurfamennina. Jeg fyrir mitt
leyti vil heldur gefa níu óverðugum af tíu, en reka
þá alla á dyr af ótta fyrir því að gera óverðugum
gott. A rneðal margra finnast þó einhverjir þurfa-
menn, einhverjir drottins volaðir#.
»Hinir rjettu þurfamenn eru vandfundnir«, sagði
hún.
»Ekki svo mjög«, mælti” hann. »þ>ví það sem
þjer viljið, að mennirnir geri yður, það skuluð þjer
■og þeim gera; það er kærleikans fagra boðorð, sem