Draupnir - 01.05.1893, Page 28
28
á við allar aldir. Bf vjer breytum eptir því, er
ekki hætt við, að hinn rangfengni maminon verði
ranglega notaður.
Sigríður hætti að svara, því nú sá hún, að hon-
um var farið að renna í skap; hun brosti einungis
að misskilningnum, og henni leiddist, að þeim
skyldi ekki geta komið saman, þegar um svo
auðskilið málefni var að ræða.
|>að var eins ástatt fyrir honum, og honum
gramdist, að hún skyldi ekki vægja til í einu orði
til að þóknast sjer og vera svona andatæð heil-
brigðri skynsemi. Hann sagði þá í hálfkæringi: »|>á
er þjer komið að hinu mikla takmarki konunnar,
jómfrú góð! að verða eiginkona og móðir, þá var-
izt að beita þessum skoðunum yðar. Maðurinn
þarf að finna viðkvæmt hjarta, ef hann á að geta
elskað, og börnin verða að drekka inn í sig kær-
leika til náungans með móðurmjólkinni«.
Nú brosti bún, avo að skein í drifhvítar tennurn-
ar og sagði: »Jeg ætla, að hjúskapurinn sje ekki
svo þýðingarmikið takmark, þótt þær konur sjeu
til, sem meta hann sem mark og mið tilverunnar;
en það er svo nrargt annað, sem konan getur gjört
að aðalmarki lífsins.
»f>jer ætlið yður þó aldrei að verða skjaldmær?*
sagði hann.
Hún brosti, og hann sömuleiðis og bóðum llkaði
illa. Hún vildi ekki samsinna skoðanir hans og
hann ekki heldur hennar. |>á er þau riðu í hlað-
ið á Stafholti, mælti hann: »Jeg hefði gatnan af
að spyrja yður, hvaða takmark væri ágætara, en