Draupnir - 01.05.1893, Side 33
33
Sigríður Hákonardóttir.
er þessari mikilfenglegu athöfu var lokið, riðu
surnir brott, en sumir gengu til stofu og þáðu góð-
gerðir hjá Páli prófasti. A meðal þeirra var skóla-
kennari Jón Vídalín og Sigríður frá Leirá; samferð
þeirra var nú slitið. Stofan var alskipuð körlum
og konum. Afiausnarbarnið sjálft, síra Jón, sat
hryggur og niðurlútur í einu stofuhorninu og gaut
augunum ófrjálslega til gestanna á báðar hliðar,
eins og þeirn er eiginlegt, er vita, að allir þekkja
sig og það eigi að góðu; því þótt menn opt tali
djarft um fyrirlitninguna, meðan. liún er langt í
burtu, finna þeir þó, hvers virði gott manuorð er,
þá er þeir hafa sjeð því á bak. Oðrum megin
veggjar sátu karlmenn af öllum stjettum, prófastar,
prestar, lireppstjórar, sýslumenn og bændur. A með-
al þeirra settist Jóu Vídalín. Hinuin megin sátu
konur af öllum stjettum, því að forvitnin hafði
dregið þangað fjölda fólks úr öðrum sveitum og
hjeruðum, ekki sökum þess, að aíiausnin væri í
þá daga nokkur sjerleg nýung, en það var nýung,
er prestur varð fyrir slíku. Yzt í kvennaskaran-
um sat þrekiu, svipmikil kona, nokkuð við. aldur,
með svo mikla undirhöku, að hálsinn og höfuðið
voru að nokkru leyti jafnsljett. Hún var tigulega
búin og bar sig fyrirkonulega. Við hlið hennar sat
hálfstálpaður piltur, sem líktist henui mjög að yfir-
litum. Hjá þessari konu settist Sigríður Jóndóttir
og tóku þær tal með sjer í hljóði. Allir sátu þar
hljóðir og fálátir. Páll prófastur var hinn eini, er
hreyfði sig af öllum þessum sæg. Hann gekk með
3