Draupnir - 01.05.1893, Page 34
34
löngum skrefum til og frá um gólfið. Og er hann
hafði gengið svo um hríð, nam hann staðar frammi
fyrir Jóni Vídalín og sagði: #Biskup mun hafa
sent yður, til þess að vera við þessa sorgarathöfn,
skólakennari góður«.
»Nei, hann trúði yður fyrir henni. Jeg fór ferð-
ina fyrir sjálfan mig«.
Prófastur stóð kyrr og horfði á hann, eins og
honum annaðhvort nægði ekki svarið, eða hann
væri að hugsa um annað umtalse'fni.
»Jeg kom hingað með fram í þeim erindum, að
grennslast eptií kostum Hítárness-prestakalls,- því
jeg bjóst við, svo sem reynd er á, að margir sókn-
armenn þaðan m^ntju vera hjer saman komnjr, og
sjón er sögu ríkari«, mælti Jón.
»Já, svo er það og«, mælti prófastur og fór aptur
að ganga um gólf. Síra 'Jón varð enn þá niður-
lútari við þóssi orð, og þeir sem inni voru horfðu
á hann með svo miklum viðkyæmnissvip, að það
var eins og þá langaði til að segja: »Var eigi af-
lausnin nógu þung refsing fyrir veslings mann-
inn?«
Konan, sem fyr var getið, sleit nú talinu við
Sigríði frændkouu sína; hún var stórvaxin og
skygndist með reiðisvip yfir höfuð manna, því að
'hún sá sorgarsvipinn á hverju andliti og þó eink-
um á síra Jóni. Og hún sagði út í bláinn: «|>að
er æfinlega eins og hundar komizt í hrossskrokk,
þá er eitthvert embætti losnar«.
Jón Vídalín lypti upp höfðinu til þess að sjá,
hver talaði. »Sigríður Hákonardóttir, ekkja Sig-
urðar prófasts Sigurðarsonar*. Hennar var von og