Draupnir - 01.05.1893, Page 36
meistari Brynjólfur Sveinsson ánafnaði ykkur1, þótt
þið vissuð, að Iöglegir erfingjar hans, surnir hverjir
að minnsta kosti, voru blásnauðir«.
nKominn var hann þó í gröfina#, mælti hún.
«Já, það mun rjett hafa verið svo. En þó að
jeg væri þá ungur að aldri, minnir mig samt, að
■bækur og annað, sem hann gaf ykkur, kæmi til
•orða á greptruuardeginurm.
Sigí'íður vatt sjer upp úr sætinu og sagði við
sveininn, er hjá henni Rat: »Láttu sækja hestana,
Oddur minn!« En við Jón Vídalín sagði hún: njpað
má vera, að við einhverju sinni minnumst þessar-
ar samræðu«.
Hún reið þá leiðar sinnar með Oddi syni sínum
og fleirum. Hinir gestirnir fór þá smámsaman að
tínast burtu, og ekki urðu aðrir eptir í stofunni,
•en prófastur og Jón Vídalín.
»Jeg ræð yður fastlega frá að sækja um Hítar-
ness-pre3takalli6«, mælti prófastur. »Jón prestur
er í stórskuldum við stað og kirkju, og honum veit-
ir víst erfitt að losast við það með á föllnum máls-
kostnaði. En þjer eruð snauður maður. jpar að
auki eru þar um sveitir stórbokkar, og Sigríður
Hákonardóttir á Bauðamel ber nokkurs konar ægis-
hjálm yfir hjeraðinu«.
»Jeg hygg og,- prófastur góður! að jeg hafi fengið
nóg'jaf þvf, sem jeg hefi sjeð og heyrt í dag«, mælti
Jón Vídalín. Hann tók hattinn sinn og gekk út.
1) Meistari Brynjólfur Sveinsson ánafnaði þeim mæðg-
um, Helgu Magnúsdóttur og Sigríði Hákonardóttur,
bæði bækur og 80 bundr. í jörðu eptir BÍg.