Draupnir - 01.05.1893, Page 39
39
arm Jóns Vídalíns, sem leiddi hana út úr mann-
þrönginni. þórður þagnaði þú, hneigði sig djúpt
fyrir áheyrendunum og gekk sigri hrósandi á burtu.
Hinir sátu eptir hljóðir og horfðu fyrst í gaupn-
ir sjer og svo hvorir á aðra, þar til er byrjað var
á nýjum málum. þórður kærði sig ekki um að
heyra þau, en gekk út úr mannþrönginni. Hann
nam staðar og litaðist um. þar stóð þá Jón Vída-
lín höggdofa og svipaðist sömuleiðis um. þeir horfð-
ust í augu. þórður heilsaði ekki, en sagði: »Hefi
jeg nú ekki komizt að takmarki mínu?«
»Svo vel«, mælti Jón, »að guðirnir sjálfir hefðu
eigi getað gert það betur«.
þá fyrst tók þórður eptir systur sinni, og þau
fjellust þegjandi í faðma, bæði jafn utan við sig af
gleðinni. Tilfinningum þeirra var eigi hægt að lýsa
Eptir að fyrsti fögnuðurinn var farinn að þverra, tók
þórður í hönd Jóns og sagði: »Jeg heilsaði þjer
ekki, vinur! Jeg er orðinn tilfinningarsljór eins og
hinir fornu Spartverjar. Jeg barst svo ungur, eins
og þeir, inn í alvöru lífsins«.
»Og hefir, eins og þeir«, mælti Jón, tamið þjer
að dylja tilfinningar þínar, en þó unnið, til sektar
eius og Agistí1-,
þórður hló: »Fyrir það að jeg faðmaði að mjer
systur mína. Við börn Jóns biskups áttum saman
fágætan arf — og það var æruleysi — og það er ekki
1) Agis var tiginn maður spartverskur. Eptir langa
sigurför kom hann lieim og borðaöi fyrstu máltiðina
heima hjá konu sinni, en var dæmdur fyrir það i |>ung.
®r sektir.