Draupnir - 01.05.1893, Side 43
43
eins og elding niður í hjarta hans, en þá kom ótt-
inn og hvíslaði að honum, að henni stœði á sama
nm hann. Hún þerrði af sjer tárin og ætlaði að
kasta sjer ofan af steininum.
»Nei, jómfrú góð! ekki eitt fet fyr en jeg kem.
Kletturinn er of hár«, sagði Jón og skundaði til
hennar, tók hana í faug sjer og setti hana niður
á jafnsljettu, áður en liún gat áttað sig. »f>etta
erbyrðin, sem lijarta mict vill bera«, hugsaði hann.
»Jeg hugsaði«, sagði hún, »að jeg væri hjer aleirn.
»Jeg hugsaði og«, mælti hann, »að jeg væri hjer
aleinni.
»Og mig langaði ekki til að hitta hjer neinn«.
»Mig langaði heldur ekki til að hitta neinn«,
tnælti hann. «En nú hafa atvikin leitt okkur þann-
ig ósjálfrátt. Leyfið mjer nú að fylgja yður heim
á fjingvöll, því að það er orðið framorðíð«.
»Nóttin er eins björt og dagurinn«, mælti hún.
»Jú, að vísu«, mælti hann, »en nótt er þó nótt,
og hún er uátturunuar hvíldartfmi. Hann rjetti
henni þá höndina og þau leiddust. Hrísluruar
heygðust sem strá fyrir sterku hendinni lians, og
hann þræddi veg milli hraungjótanna, svo að hún
steytti okki fót sinu við steini, en gætti þess vand-
lega að ganga þó jafnhliða henni.
»Okkur gengur seint«, mælti hún.
»|>ví seinna, þvf betur!« hugsaði hann. »Hjer hef
jegfundið hvild. jpaðertþú, sem hefirsvifið fyrirhug-
skotssjónum mínum í dag. Jeg finn, að jeg elska
þig. Jeg finn, að jeg get ekki iifað án þín«. Bíðið
aptur lítið!« mælti liann. »Hjer er digur hrfsla á
vegi okk’ar. Jeg verð að sveigja hana til hliðar«.