Draupnir - 01.05.1893, Page 50
50
rainn er embættislaus, Arngrímur utanlands og á
fingvöllum vill hún ekki vera.
»Og svo einhver ónefnd ástæða, Jón minn!« sagði
frúin með háðbrosi og gekk út. Hann horfði hálf-
hryggur á eptir henni og þagði.
Biskup þagði líka stundarkorn, en þögnin var
þeim báðum óþægileg, og varð Jón því feginn, þá
er biskup rauf hana: »Jeg er nú á grafarbakkan-
um, Jón minn! Viltu ekki bíða hjer hjá okkur,
þar til að«. — Biskup þagnaði um stund. — »|>ar
til að þjer deyið?« mælti Jón. »Nei, herra biskup!
Ekki greiðist hagur minn fyrir það. Meðan þú lifir,
getur þú með meðmælingum þínum orðið mjer að
liði, en verði jeg hjer, er alllíklegt, að jeg komist
aldrei hærra, en að verða kirkjuprestur. Jeg get
líka jafnvel misst það kall, þá er annar biskup
kemur«.
»En enginn veit, hvar auðnumaðurinn situr«. þú
getur orðið eptirmaður minn hjer«, mælti biskup.
»Eptirmaður þinn, herra biskup! þegar jeg var
yngri, hefði jeg getað trúað þessari spá, en nú veit
jeg, að hamingjan hleypur ekki þannig upp í greip-
ar manna*.
»Hamingjan! Jón minn! Við vitum ekki, hvað
hamingjan er. Hún leynist stundum í kotinu, en
fer fram hjá höllinni#. Hann þagði um stund. —
»]i>að er hamingja að vera ánægður með hlutskipti
sítt, hvernig sem það svo er, og geta sagt að loknu
verki eins og Períkles forðum við dauða sinn: Að
enginn hefði borið sorg sökum sinna yfirsjóna«.
»|>að getur«, mælti Jón, »biskupinn sagt eins og
kotungurinn«.