Draupnir - 01.05.1893, Page 53
63
biskup apfcur, eptir fengnu heiti. Pjögur ár hafði
hann orðið að sœtta sig við meistara- og vísibisk-
upsnafnbseturnar einsamlar, og var orðinn meir en
leiður á að bíða eptir embætfcinu, þá er hjer var
komið.
Jón prestur Yídalín sótti til konungs um Garða
á Alptanesi og fjekk þá fyrir meðmæli þórðar bisk-
ups og fieiri vina, en Ólafur Pjeturssou, sá er amt-
fflaður Möller hafði veitfc þá, varð að rýma, og
undu þeir báðir hið versta við. Jón flutti sig nú
að Görðum og stóð móðir hans, Margjet þorsteins-
dóttir, þar fyrir búinu. Hann var fjelítill, þegar
hann byrjaði búskapinn, og auðgaðist lítið sökum
yfirstandandi og undangenginna harðinda. Vetur
sú, er þar fór eptir, var ákaflega harður. Is lá yfir
°g bannaði alla hagbeit; kvikfjenaður fjell hrönn-
Sm saman af fóðurskorti, svo menn höfðu varla
við að hirða hræin. Snauðir menn flökkuðu úr
einu hjeraðinu í annað, ýmist hópum saman eða
einn og tveir í senn, og dreifðu sjer um bæina;
voru sumir dánir, þá er björg fjekkst, eða drógusfc
upp af undangengnu harðrjetti.
í>að bar til einn dag um veturinn í norðan kulda
°epju og dynjandi hríð, að Jón Vídalín gekk um
bæjarstjettirnar heima hjá sjer og var mikið í skapi.
I>urfamenn drifu að hvaðanæfa, naktir, hungraðir
°g skjálfandi, og báðu um gistingu.
Prestur hrærðist til meðaumkvunar, leit blítt til
þeirra og sagði við hvern fyrir sig: »Já, gakk inn
til móður minnar!« Gekk þannig um hríð, þar til
að mesti sægur af snauðum mönnum og konum
Var þar saman kominn.