Draupnir - 01.05.1893, Page 56
»Guð líti í náð siuni ofan til vor«, sagði Margrjet,
klökknaði og gekk inn.
Jón Vídalín fór aptur að ganga um bæjarstjett-
arnar; var þá farið að dimma af nóttu; hann nam
þá staðar, því allt í einu ruddust hundarnir út með
áköfu gelti. Hann hlustaði og heyrði í fjarlægð
hófatramp á ísnum, það bar óðum yfii' og nálgað-
ist. Hundarnir þögnuðu, en tóku laugar hviður á
milli. Prestur hugsaði með sjer: »Guð hjálpi
mjer. Ef fleiri þurfamenn koma, þá komast þeir
hvergi fyrirl* — En hann áttaði sig skjótt: »Snauð-
ir menn fara ekki á skaflajárnuðum hestura um
hjeruðin*. Hann sá þá glóra í eitthvað úti á hlað-
inu, gekk nær og þekkti þar undir eins ráðsmann-
inn frá Skálholti, veðurbarinn og þrekaðan. Hann
heilsaði honum og sagði: »Yður er vissulega hraði
á höndum, þar sem þjcr komið hjer í þvílíku voða-
veðri og þessu. — Er þórður biskup audaður?*
»Nei, prestur minn!« svaraði ráðsmaður. »Lif-
andi var hann, þá er jeg fór að heiman, en hon-
um hnignar nú mjög dag frá degi. En jeg sje, að
yður þykir kynlegt, að jeg, ráðsmaðurinn, skuli
fara í sendiferðir. — En nú eru allir orðnir ráðs-
menn í Skálholti, og ráðsmennskan þar er ekki
orðin annað en nafnið. — En jeg er annars send-
ur hingað 'með brjef frá biskupnum, þess erindis
heyrðist mjer, að hann vill skjótlega fá yður á fund
sinn«. Hann rjetti að honum brjefið.
Prestur braut það upp og sagði: »Gangið inn
og hvílið yður, ef nokkurs staðar er smuga að skríða
inn í. Hjer er fullt af þurfamönnum«.
»Svo er og í Skálholti«, mælti ráðsmaður, »svo