Draupnir - 01.05.1893, Page 57
57
að aldrei hefir verið þar jafn mikil umferð, síðan
húsfrú Helga, kona Odds biskups, ljet höggva stein-
bogann af Brúaráu.
»Henni til ævarandi hneysu!« mælti prestur.
»Eefar hafa holur, en þessir veslingar hafa hvergi
höfði sínu að að halla«. Síðan gengu þeir inn.
þá er lýsti af degi, var Jón Vídalín árla á fót-
um. Hríðinni var ljett upp, en óveðraský hnöpp-
uðu sig saman um allan himininn.
þá er þeir riðu úr hlaðinu, snöri Jón Vídalín
hesti sínum við og kallaði: »Jeg bið yður, móðir
mín, 'að gera vel til þurfamannanna!« Síðan las
hann ferðabæn sína berhöfðaður og reið á stað.
Hún stundi við, og sagði um leið og hún gekk
inn: »Guð greiði svo götu þína, að þú komist ekki
bráðlega í tölu þeirra«.
Misskilningurinn milli Jóns og frú Guðríðar var
fyrir löngu horfinn og sama innilega vináttubandið
milli þeirra endurknýtt. Honum veitti því hægra
að þagga niður ástina til Sigríðar, sem hún hafði
berlega sagt honum, er hann náði fundi hennar í
Bræðratungu, skömmu eptir jpingvallafundinn, og
hafði ftrekað bónorðið, að hún hefði engaástáhon-
um, og ætlaði sjer því ekki að bindast honum.,
Hann var sjer þess meðvitandi, að samband þeirra
frú Guðríðar var ekkert annað en fölskvalaus vin-
átta á báðar hliðar, sprottin af eðlilegum ástæð-
um, og gramdist því grunsemi sú, er honurn fannst
hann geta ráðið af svörum Sigríðar. Hann var
starfsmaður rrikill, reyndi mikið á sig bæði and-
lega og líkamlega og gekk þreyttur til hvílu á
kvöldin. Settist hann þá opt á rúmstokkinn, áður