Draupnir - 01.05.1893, Page 61
H1
vera ljúft að gera fyrir hana«. Biskup gladdiat
mjög við þessi orð.
] þessum svifum kom frúin inn með skjalið;
hafði hún fengið skólastjóra til að 'rita það og las
það nú hdtt upp, eti biskup hlustaði á. »Já, þannig
á það að vera«, sagði hann. Hún rjetti honum þá
pennann og stýrði hendinni á honurn meðan hann
skrifaði. Nafnið stóð þar. Biskup hallaði sjer
aptur á svæfilinn og sveif á hann vær svefnhöfgi.
Jón og frúin gengu þá ofan, og þá er liún hafði
ráðgast við hann um ýmislegt, mælti Jón: »Nú er
starfi mínu lokið hjer að sinni, og jeg þarf að ríða
. heim 8kjótlega«.
»Jeg vænti þoss«, mælti hún, en þó vildi jeg, að
þú dveldir hjer lengur«.
Hann sagði: nSnauðir menn hrynja niður og
æskja prestsþjónustu, og þess vegna verð jeg að flýta
mjer heim. En jeg hef nfi ráðið þjer þau ráð,
sem jeg framast kann, áður en jeg fer, og svo kem
jeg bráðlega aptur«.
»Er ekki síra Olafur Pjetursson aðstoðarmaður
þinn?« spurði hún.
»Að vísu gæti liann verið það, en hann er mjer
fremur andstæður, af því að hann vjek fyrir mjer
frá brauðinu; svo er hann og sjúkur nú«.
»3æja, það verður þá svo að vera. En farirðu .
utan, sem jeg vænti, þá leitaðu mín fremur en
aunara, ef þú þarfnast einhvers*.
»Ef svo fer«, mælti hann, »þá verð jeg ekki ein-
faer um þá ferð, og mun jeg því þiggja boðið með
eins fúsum huga og það er boðið. Má og vera, að
jeg megni að launa þjer síðar!«