Draupnir - 01.05.1893, Page 72
72
»En hann visai, að jeg var í kjöri og kominn af
Landi burta, sagði Jón.
»Hann vissi það að sönnu, en hann vissi líka,
að hann vann nærri því yfirnáttúrlegan sigur í
máli föður síns. Nú hugsar hann eins og margir
aðrir, að iiamingjan sje blind, og ætlar i því trausti
að gerast keppinautur þinn og hvers sem vera skal.
— |>ú hefðir gert hið sama í hans sporum«.
»Nei, aldrei!« kvað Jón.
•Hugsaðu þig nú vel um, og settu þig í hans
spor«.
Jón Vídalín þagöi.
Arni sagði þá: »Jeg skal finna upp ráð, til þess
að miðla málum milli ykkar, því annars mundi
keppni ykkar enda á því, að hvorugur fengi bisk-
upsembættið#.
»Hvert er það ráð?« spurði Jón.
»f>að, prestur minn! að þið biudið með ykkur
tryggðir og tengdir.
|>órður stóð upp þegjandi, reikaði inn á milli
trjánna og fleygði sjer niður.
»Tengdir?«
»Já, Jón! Jeg lofaði einu sinni litlu, glóhærðu
stúlkunni á Leirá, að styðja mál föður hennar, en
það gat jeg ekki haldið, því það var ekki mitt með-
færi. En þar á móti er ef til vill mitt meðfæri,
að tengja hjörtu ykkar saman, og þá tel jeg mig
hafa upp fyllt loforðið«.
•Jafnlftt mun þjer takast að teugja hjörtu okkar
Sigríðar saman og mjer forðum, þá er jeg vildi
tengja hjörtu ykkar þórdísar saman«, mælti Jón.