Draupnir - 01.05.1893, Side 76
76
áleiðis til Hóla. Björn biskup hafði þá nýlega
tekið við staðnum af erfingjum Einars biskups.
Grasvöxtur leit irt fyrir að verða í góðu lagi; tún-
in voru orðin hvanngræu og útengi vel sprottið.
Biskup sat í stofu sinni og horfði með glöðum huga
yfir valllendiseyrarnar fram með árbökkunum, og
skygndist innnar eptir Hjaltadal, eins langt og
augu hans eygðu. Smávaxin kona, glaðleg, laut
yfir axlir honum og horfði í sömu átt og hann.
IJpp við vegginn studdist þreklegur rcaður, harð-
legur á svip, nokkuð við aldur og gráhærður. Hann
hafði stóran lið á nefinu, var hvasseygur og vara-
þunnur; höndunum hjelt hann fyrir aptan sig og
starði út í loptið, og var auðsjeð, að hann var hug-
arbeiskur. Biskup vjek blíðlega höfðinu að konu
sinni og sagði: »Virðist þjer ekki, þrúður mín!
að við höfum skipt um til batnaðar, hvað lands-
lagið snertir. þessi háu og tignarlegu fjöll voru
ekki svona nærri okkur í Odda«.
»JÚ, vis8uJega er jeg ánægð með skiptin, því jeg
er borin og barnfædd hjer í Skagafirði, þótt jeg sje
nú aptur orðin hjer ókunnug«.
»Jeg er á sama máli og þú! Jeg lref opt komið
hjer áður, já, margopt, en nú finnst mjer allt vera
orðið breytt. —En heyrðu, ástin mín! Við erum
nú komin i þann sess, sern vandi fylgir eigi sfður
en vegsemd, og til þess að nokkur mynd verði á
búskap okkar, þurfum við að breyta hjer mörgu.
Hann horfði þá um stofuna. Húsin voru mjög
hrörlee, búsgögn öll voru ljeleg og vart samboðin
biskupi, og ótalmargt þurfti að færa í lag. »Eigum
við ekki«, sagði hann, »að fá olrkur með skþrinu,