Draupnir - 01.05.1893, Page 81
81
að tftka hana, hvað væri þá eðlilegra, en að ekkja
hans staðfesti orð eiginmanns síns. »8ýni hún nú
göfuglyndi og ósjerplægni«, hugsaði hann. jpessi ráðs-
ályktun gladdi hann. Honutn þótti einkar vænt um,
að geta sent henui þessa sendingu undir vináttu
yfirvarpi, því þannig höfðu þau jafnan gletzt hvort
við annað.
»Mjer hugkvæmist nú ráð, monsieur Guðbrand-
ur! sem er, að senda Ragnheiði í Skálholt til Guð-
ríðar Gísladóttur, ekkju jpórðar bróður yðar».
Ráð er að koma henni úr Skagafirði á þann
hátt«, sagði Guðbrandur. »Jeg hef sagt, að þjer
megið gera við hana, það sem þjer viljið, og það
stendur, en jeg flyt liana ekki einu feti lengra«.
•Góður og ástríkur faðir eruð þjer!« inælti bisk-
up.
»Jeg er orðinn leiður á lofinu, biskup minn! og
hregð ekki upp teknum hætti«.
"þær Katrín Abrahamsdóttir og Ragnheiður voru
nú komnar til þeirra. Katrín var rjettvaxin og
spengileg, fölleit með svart hár, og hafði djúpa spje-
hoppa í kinnum og tinnusvört, fjörug augu. Hún
vatt sjer á ýmsa vegu kringum vitfirringinn, sem
var þjettvaxin stúlka, kringluleit og dökk yfirlitum,
með mikið ógreitt hár, er stóð út í allar áttir.
Hún hafði hvöss augu og starði á allt, sem fyrir
varð, og síðast á biskup. Yar þá eins og eitthvað
slökkti ofsa tilfinninganna, og greip hún þá báðum
höndum fyrir augun og grjet hátt og ákaft. Allir
Urðu hissa. Frúin komst við, og biskup leit til
Guðbrandar, sem að eins glotti við tönn og sagði:
6