Draupnir - 01.05.1893, Side 83
koma Ragnheiði þangað, sem hún væri óhult, því
að hún kenndi í brjósti um hana.
Slátturinn var í nánd, og Katrínu þótti betra að
ríða góðum- hesti vfir skemmtilegar sveitir, en að
Btanda fyrir búi harðstjórans, Guðbrandar þorláks-
sonar. Hún var því einráðin í að fara, ef henni
væri lofað ókeypis ferð aptur norður, og fleiri skil-
yrði ætlaði hún að sotja.
þeir, sem á hlaðinu stóðu, horfðu á eptir þeim,
og Jón prestur hugsaði: »Katrín þessi er nærri
því eins hjegómagjörn og Björn biskup sjálfurn.
Biskup mælti þá: Bþetta er dramblát mær«.
Guðbrandur kvað það að vonum, því hún væri
alin upp hjá Sigrfði Hákonardóttur á Rauðamel.
»þá mun jeg taka að mjer að fylgja Katrínu
8uður«, gall Jón prestur fram í, þvf að Sigríður
tók einu sinni skörulega málstað minn«.
»þá er erindum mínum hjer lokið«, mælti Guð-
brandur og reið litlu síðar burt í snatri, en hin
gongu aptur inn.
Katrín settist við veginn, brá höndum undir
knjesbætur sjer og horfði í allar áttir. Ragnheiður
®rðist, af því að hún var teymd þaugað nauðug,
°g eins og faðir hennar hafði sagt, safnaði hún í
8lg óveðri. Tár hennar urðu nú að haglhríð, harðri
°g geigvænlegri. Hún reif upp hnausa, og ljet þá
6lnn eptir annan ríða að höfði Katrínar, en hún
Var þessu svo vön, að hún henti þá á lopti og
kaataði aptur að henni. Mitt í þessari orrahríð,
riða að þeim tveir menn sunnan göturnar. Annar
Var í skrautlegri yfirhöfn, sem huldi lendaruar á
^ostinum, hafði barðastóran hatt, sem að miklu
6*