Draupnir - 01.05.1893, Page 87
87
grímsson faðir hans var sagður rammgöldróttur, og
sonur hans hefir erft listinan.
Hún hló og sagði: »Já, því fylgir æfinlega ógæfa,
að glettast við prestana«.
»það veit jeg ekki, en hitt veit jeg — að ein-
kennileg aðför er þetta. En svo sannarlega, sem
jeg er Oddur Sigurðsson, skal jeg einhverju sinni
toerkja hann betur. Katrín kom með nál og þráð,
krayp við hliðina á honum og saumaði saman laf-
ið, smátt og vel, hvert sporið við annað. Hann
horfði á hana á meðan og þóttist sjá ástarloga
brenna á vanga hsnnar, sem skipti í sífellu svip
og litarhætti. Lafið var nú fast við kápuna, og
Oddur spratt upp eins og nýr maður; rann þá að
me8tu leyti af honum ölvíman og reiðin, og gekk
haun brosandi móti Birni biskupi, sem hafði frjett,
hver kominn' var og gekk berhöfðaður út, til þess
að fagna honum.
Útíekt Skálholtsstaðar 1898
Jón Vídalín, sem þegar hjer er komið, var orð-
inn biskup í Skálholti og meistari að nafnbót, Bem
þá var tízka, kom heim þetta sama sumar. Hann
flutti þegar búferlum að Skálholti, í sambýli við
frú Guðríði. Móðir hans stóð fyrir búi hans, svo
sem hún áður hafði gert. Vorið var tíðindalaust
allt fram að 9. júní, en þanu dag var fjölmenni á
staðnum. Biskup var fremur órólegur og gekkým-
. ist út eða inn, kringum kirkjuna, staðarhúsin heima,
0ða útipeningshúsin: þótt hann mætti gestum,
flökkulýð eða heimilisfólkinu, þá yrti hann á engan
®ð fyrra bragði.