Draupnir - 01.05.1893, Page 89
89
arins. ]?eir lögðu ofan á eptir eigin geðþótta, og
þaðvarlítið, — Já, mjög lítið, og guldu ofanálagið.
í munum, sem ekkert verð var í sumum hverjum.
Biskup leit varia yfir ofanálagið, en ritaði við-
stöðulaust nafn sitt undir allt, sem þeir gerðu.
Úttekt staðarins var nú lokið, og menn gengu
apturinn og rjtuðu vottorð og skilmála inn í kirkju-
bækurnar.
Frú Guðríður las það þegjandi. Biskup horfði á
hana. »Nei, þar er engin sjerplægni, heldur íviln-
un og gjöf«, las hann úr augum hennar, en hvorki
var gleði nje þakklæki sjáanlegt á andliti hennar.
»Jeg sje, að þú kallar til hærri skuldar«, hugs-
aði hann og hryggðist í hjarta. — #Jú, jeg sje það,
en jeg get ekki goldið hana. — Jeg vil, en get það.
ekki«.
þau settust þá bæði við borðíð, og sömuleiðis þeir
amtmaður Möller, Brynjólfur þórðarson og fieiri;
ræddu um úttektina og svo um alþing, sem þá fór
i hönd.
Frú Guðríður tók þátt f samræðunum, þótt hún
auðsjáanlega væri annars hugar; sama mátti segja
um bi8kup. »Hvaða úttekt á staðnum þurftu þau
að hafa í millum sín?« hugsaði hún. I einhverju
ráðaleysi laut hiin yfir úttektarskrána og hönd
hennar skalf, er hún fletti við blöðunum, og var-
irnar skulfu; það var eins og húu þyrfti að svala
sjer á tárum, en hjer var hvorki hentugur staður
uje tími til þess. Hún las hálfhátt: »Gamall
hjónastóll með skorinni bakfjöh, leit þá upp og
sagði: »Sá stóll stendur inni hjá mjer«.
•Hann má vera þar«, mælti biskup.