Draupnir - 01.05.1893, Page 90
90
»Spjöld méð krossmarki og myndum sál. J>órðar
biskups J>oriákssonar og Guðríðar Gísladóttur1*, Ias
hún þá og þagnaði við. »f>au eru yfir strikudyr-
um«.
Biskup spratt þá upp og tók að ganga um gólfið
Úti heyrðist þrusk, og hundarnir ruddust hver
um annan þveran út, og þeir af þeirn, sem inni
voru, tóku að reka upp smá-bofs, æddu á stað og
riðluðust út.
Biskup og gestir hans hjeldu áfram samræðum
sínum, því gestakoma var svo algeng í Skálhoti.
Litlu sfðar var gengið í stofuna heldur hvatlega;
þeir litu upp og biskup nam staðar. Frú Guðríð-
ur blaðaði í úttektabókinni, eins og ekkert væri
um að vera.
»Hjer er brjef til yðar, húsfrú góð, sagði sá, sem
inn kom, og rjetti henni lokað brjef, sem hún braut
skótt upp hugsunarlaust. Brjefið hljóðaði þannig:
»Hágöfuga heiðursmatróna, Guðríður Gísladóttir!
Mín mikilsvirða ágæta vinkona!
jpjónustusamleg heilsan!
Næst óskum lukkusömustu og þækklæti fyrir sjer-
hverjar ærugerðir mjer bevistar fyr og síðar, læt
jeg yður vita, að okkur monsieur Guðbrandi |>or-
lákssyni í Vallholti hjer í Skagafirði hefir vinsamlega
komið saman um, að senda yður til halds og trausts
einkadóttur hans, Bagnheiði, sem um þessar mundir
er þjáð af vanheilsu, —- snert af ærslum, sem hefir
aukizt, síðan hann missti sína velvirtu húsfrú. Vjer
sendum með henni til frokari gæzlu og skemmtun-
1) þessir muiiir stóöu i úttektinni, en mynd þórðar
■biskups cr nú glötuð.