Draupnir - 01.05.1893, Page 97
97
Margir óánægðir.
Veturinn leið og vorið kom. A þessum vetri
höfðu orðið ýmsar breytingar. Hinar helztu þeirra
voru, að jbórður, sonur Jóns biskups Vigfússonar,
var orðinn rektor við Skálholtsskóla eptir tilstilli
Jóns biskups Vídalíns. Tókst nú að nýju hlý vin-
átta með þeim, því þótt þeir væru í mörgu óskap-
líkir, þá voru báðir framgjarnir og bráðgerir. |>au
Jón biskup og frú Guðríður voru í sambýli þetta
ár; en til vonar og vara hjelt hvin Hlíðarenda,
eignarjörð sinni, lausri, ef henni yrði sambúðin í
Skálholti á einhvern hátt óþægileg. Hún Ijet vinna
á jörðinni, og gekk svo urn hríð að enginn vissi,
hvort hún mundi verða eða fara. Biskup ljet það
liggja á valdi hennar. Ragnheiður Guðbrandsdótt-
ir varð kyr og þær Katrín báðar; en Jón prestur
fjekk enga uppreisn; var biskup góður við Ragn-
heiði; bannaði, að haft væri á henni strangt hald,
og bað menn varast að gera henni illt í geði, en
■ gæta hennar þó. Við þessa meðferð varð hún geð-
spakari, og gekk mörgura sinnum á dag um öll
staðarhúsin, og var enginn hlutur svo helgur, að
henni væri meinað að snerta hann, og hún skemmdi
fátt þótt hún færi með það.
Jón biskup hafðist mest við í biskupsstofunni og
herbergi, sem þar var innar af, en móðir hans og
þjónustústúlkur voru í miðstofunni, þær Ivatrín og
Ragnheiður voru á kandídataloptinu uppi yfir her-
bergjadyrunum. Frú Guðríður bjó í hinum parti
hússins, hinni svonefndu gestastofu, en hin önnur
hús og útibyggingin voru hafðar handa gestum og
heimamönnum. Rektorinn, skólakennararnir og
7