Draupnir - 01.05.1893, Page 102
102
• Mikil helvítis meinvœttur er þettaU æpti f>órð-
ur, þreif af henni töskuna og tók að tína saman
brjefin.
»Og þú, þórður, ætlar þá að fara að skjótast burt
frá mjer, sje jeg«, mælti biskup, »og til |>ormóðar
Torfasonar#.
»Stóð það í brjefinu?* spurði |>órður.
»Já, með öðru fleiru«.
»Nú, en heldurðu, að jeg muni una hjer lengi
við skólakennaraembættið eintómt, þegar þú held-
ur engin heit, og jeg á kost á öðru erlendis, sem
•er ólíkt betra«.
»Jeg hef enn þá engin neit rofið við þig, |>órður!
og mun engin rjúfa. — Taktu heldur hinn kostinn,
sem jeg sje, að þormóður bendir þjer á í brjefinu*.
«Hver er hanu?« spurði f>órður.
»Að þú kvongist Margrjetu dóttur Sæmundar
prófasts, Oddssonar frá Hítardal«, svaraði biskup.
•Skyldi jeg þurfa að sækja þau ráð til þormóð-
ar, mælti þórður, þar sem við Margrjet erum
frændsystkini, og við erum bæði að nokkru leyti
fóstruð saman hjá ömmu okkar Katrínu Erlends-
dóttur á Stórólfshvoli. En það fer bráðum að verða
frágangSBök að dvelja hjer vegna þessa vitfirrings*.
Biskup hló og jpórður reyndi það líka.
Kagnheiður, sem heyrði, að þeir voru eitthvað
að tala um sig, stóð þá upp, smaug út með
spegilinn og gekk inn í miðstofu. þ>ar sat Mar-
grjet, móðirJóns biskups við gluggann og óf söðul-
linda á fæti sjer, þreif eitt hafaldið af öðru af þeim
sjö höföldum, sem voru á slöngunni, og óf stafina
með rauðum og grænum litum.