Draupnir - 01.05.1893, Page 106
106
um, sonur! — ]pið Sigríðnr fellið aldrei skapsmuni
ykkar saman«.
»f>að veit jeg, móðir mín !«
,,En það tjáir þó ekki að letja þig. — Ekki má
fresta því, sem fram á að koma“, sagði Margrjet,
og brá hempufaldinum um hvarma sjer; um leið
og hún gekk inn, sagði hún ennfremur: „Leitt
verður að sjá þig í fanginu á Leirárgoðinu!“
Jón Vídalín horfði á eptir henni, sá hryggð henn-
ar og sagði við sjálfan sig: „jpetta snýst allt á
annan veg en jeg hugði. |>að eru guðs boð að heiðra
foreldra sína og hlýða þeim, en hlýði jeg þjer nú,
móðir mín! mun stærri ógæfa vofa yfir syni þín-
um, en þó hann byndist sjer óskaplíkri konu, sem
hann elskar. Megi jeg ekki fullnægja því, sem er
hreinast í brjósti mínu, mun jeg fyr eða síðar verða
því að bráð, sem þar er óhreinast. Mjer eru veik-
leikar mínir knnnir og guði eru þeir það líka. —
Jeg fer«.
þá er þær húsfreyjurnar gengu út aptur, var
biskup og fyígdarmenn hans komiun suður á klifið.
Kaupölið og burtför frú Guðríðar.
Níu dagar voru liðnir frá burtför biskups, er
hann drakk kaupöl sitt á Leirá til Sigríðar Jóns-
dóttur, sem-nú játaðist honum fúslega. Sátu marg-
ir heldri menn það boð með nonum, og var drukkið
með gleði og gamni. Biskup sat í tignarsessinum
með heitmey sína til vinstri hatidar, og sagði þórð-
ur bróðir hennar, er sat til hægri handar honum á
latínu: »Nú sit jeg þó ekki milli andvarpa og tára