Draupnir - 01.05.1893, Page 108
108
holti, áður en heimamenn voru risnír úr rekkjum,
barði að dyrum, bað um að drekka og fjekk það.
Hann sagði eldakonu festar biskups og reið síðan
heim til sín. Bldakonan sagði aptur þjónustu-
stúlku, hún aptur annari vinnukonu, og svo hver
öðrum. Að stundu liðinni heyrðist um allan stað-
inn, að Jón biskup hefði fastnað sjer konu, en eng-
inn vissi hverja; um það hafði eldakonan gleymt
að spyrja í flaustrinu. Á hádegi var ekki farið að
mjólka búsmalann. Húsfrú Margrjet var gröm í
skapi, því hana grunaði, hver vera mundi; vinnu-
menn og vinnukonur höfðu nóg að gera, að reikna
saman þær líklegustu um allt landið, og enginn
var öðrum samþykkur um það, hverjir vera ættu
kostir og hæfilegleikar biskupsfrúarefnisins.
Frú Guðríður reis seint úr rekkju og spurði,
hvað um væri að vera, enda þótt hún hefði heyrt
það undir væng,
»Jón biskup hefir fest sjer konu«, var henni
svarað.
»Hverja?« spurði hún.
»Yeit ekki!« var svarað.
»Svo er það«, sagði hún og fór að leita að ein-
hverju, sem ekki var til, og ljet móti venju ekk-
ert á sinn stað aptur.
Um nónbil voru allir biinir að ná sjer svo, að
menn gengu til verka, hvíslandi og spyrjandi hverj-
ir aðra.
Daginn eptir kom biskup sjálfur heim og sagði
tíðindin, og voru þá allir undir það búnir að heyra
þau. |>að sem eptir var sláttarins, lei^ óðum og
heyföng urðu í meðallagi. September var byrjaður.