Draupnir - 01.05.1893, Page 109
109
Haustið var komið og hrfmfrost huldi jörðina, en
þó var milt veður um hádaginn. Jón biskup Vída-
lín sat heima að búi sínu og hugði gott til kom-
andi daga. Móðir hans var fálát; en fr'ú Guðríð-
ur b]ó sig í mesta snatri til burtferðar. Biskup
sá það, en ræddi ekki um. Hann reikaði um
garða, virti húsin fyrir sjer, eins og ný úttekt vseri
fyrir höndum. Síðan gekk hann austur að J>or-
lákssæti og litaðist um. þaðan var hið fegursca
útsýni.
Heima á staðnum var allt á ferð og flugi, eins
og jafnan á sjer stað, þá er einhver, sem verið
hefir hÚ8R- og heirailisprýði, víkur til fjarlægra
hjeraða. Frú Guðríður var nú að kveðja Skálholt.
Fyrirbænir og andvörp bergmáluðu i hverjum krók
og kyma á staðnum; nienn og konur fylgdu henni
út á hlaðið, allir' nema biskup. Iíanu var hvergi
sjáanlegur. Olafur prestur bað og tárfelldi í kirkju-
garðinum, og margir snauðir menn og konur, sem
gengið höfðu í nýju vistina, og minntu9t hinnar
gömlu húsmóður sinnar með þakklátum hjörtum,
fóru einnig út á hlað. Fylgdarmennirnir voru
farnir á undan með. lestina.
»En hvar er biskupinn?« spurði hver annan af
heimamönnum, gengu þá inn í húsin að leita hans,
en komu jafnnær aptur.
»Sakist ekki um það«, mælti frú Guðríður, en
berið honum kveðju okkar. Síðan reið Brynjólfur
sonur hennar úr hlaðinu og hún á eptir honum,
og kvaddi í huga sínum hverja þúfu og hverja
laut, er hún fór fram hjá, því hún var ung, þá er
hún kom í Skálholt, og hafði notið þar auðs og