Draupnir - 01.05.1893, Page 110
110
upphefðar og lifað þar marga gleðilega daga, þ6
húu hefði ekki farið varhluta af sorginni í seinni
tíð. Við þær fögru stundir dvaldi hún nú í hug-
anum með söknuði. »Jeg þráði ekki meira en jeg
hafði«, hugsaði hún, »þar til að Jón Vídalín kom,
þá sá jeg fyrst, að jeg hafði farið á mis við mikið
og margt! það er blessunarríkt að ætlast ekki til
of mikils í lífinucc.
Brynjólfur kallaði: »Komið þjer, móðir inín!«
»Jeg kem !« svaraði hjín, en reið þó hægt sem
fyr og var mjög þungt í skapi. Heimamenn gengu
fram á hólinn, veifuðu höttunum og kölluðu á eptir
henni: »í guðs friði! húsfrú góð!«
Jón biskup Vídalín hugsaði með sjer: »Hvort
mun frú Guðríður ríða austur túnið, eða upp skóla-
vörðuveginn, og svo austur Hh'ðina«. Hið síðara
þótti honum sennilegast, því að þar átti hún marga
vini; reikaði hann því austur með kirkjugarðinum,
þá niður hólinn fram með jurtagarðinum, ofan tún-
ið og niður á veginn, rjett í því að þau frú Guð-
ríði bar þar að, því þau riðu 1 gagnstæða átt við
það, sem biskup hjelt, austur traðirnar og ætluðu
á Iðuferju yfir Hvítá.
Báðum varð jafn hverft við, og bæði urðu þau
jafnfegin.
»þú ert þá að fara«, mælti biskup.
»Já, og ekfei of snemmai.
,,Einni viku“, svaraði hann.
„þú saknar mín ekki í brúðkaupinu“.
,,En ef jeg saknaði þín?“ sagði hann.
,,Færi jeg ferða minna engu að síður“, svaraði
hún.