Draupnir - 01.05.1893, Page 111
111
Biskup þagði. Hím horfði á hann, rjetti hon-
um höndina og sagði: ,,Vertu sæll!“
„Jeg geng með þjer austur i Tiðaskarð1'
,,f>ú vætir þig þá!“ mælti hún kýmileg.
„Jeg tel það ekki eptir mjer fyrir þig“.
,,'E’yrir mig“, og hún hló svo röddin skalf af
sorg, gremju og glettni.
„Hvenær fæ jeg þá aptur að sjá þig hjer?“
„Aptur!“ mælti hún, „þegar þetta hjarta er orð-
ið kalt fyrir öllu!“
Hann hugsaði með sjer: „Gröf hennar stendur
reiðubúin við hlið þórðar biskups. - Hún ætlar
sjer ekki að koma hjer lifandi. — Svona átti þá
að verða síðasti skilnaður okkar". Honum flaug í
hug, þá er hann fátækur og einmana kom til þess-
arar konu. Hvernig hafði hann endurgoldið honni?
Hann spurði sjálfan sig að því hvað eptir aunað,
en gat ekki leyst úr því, svo honura líkaði. „Jeg
elska hana elcki, en mjer þykir á annan hátt mjög
vænt um hana! Jeg varð að brjóta,st undan yfir-
ráðum hennar, eða verða þræll hennar, — annað-
hvort hlaut jeg að gera. Guðriður er gædd því
eðlisfari, að hún er annaðhvort vinur eða óvinur,—
engin stig eru þar á milli«. Með þessu reyndi
hann að friða sig. þau hjeldu nii þegjandi leiðar
sinnar austur í skarðið. þ>ar beið Brynjólfur þórð-
arson þeirra. Biskup langaði til að segja eitthvað,
til þess að ljetta á hjarta sínu, og Guðríði langaði
sömuleiðis til þess. þau höfðu svo margt að ræða
um, en hvert orð, sem þau lögðu á tunguna, var
of ljett, of aflvana til að lýsa tilfinningum þeirra,
°g því hrærðist hún ekki. |>au komu í skarðið;