Draupnir - 01.05.1893, Page 113
113
4
hamingjuóskir, spurningar og svör, kepptist á hvað
við annað, þar til er bryti og ráðsmaður kölluðu á
menn og konur til soæðings. Fyrst var raðað til
bekkjar eptir skyldleika, þá eptir metnaði, og síð-
ast eptir hvers vild. þá varð eigi lengur komið
lögurn yíir, og hver settist þar, sem hanu vildi, og
ruddi sjer til rúms með hnúum og hnefurn, hnypp-
ingum og olnbogaskotum. Úti hlupu menn og kon-
ur á milli húsa með steikarföt, grautarskálar,
smjörbolla og fleira; ráku sig á aðra, helltu niður,
hlupu aptur og sóttu meira, því engiun vildi bíða,
nn nóg var til. Kertjaljós brunnu inni 1 hverju
horni og á mörgum þeirra voru þrjú Ijós eða fleiri.
I biskupsstofu hjekk stór ljósahjálmur með skín-
andi Ijósum, svo hvergi bar skugga á. Biskup og
gestir hans voru glaðir; brúðurin var stillt og hæ-
versk og sat á milli biskups og móður haus Mar-
grjetar. Katrín Abrahamsdóttir gekk um beina og
sparaði ekki að skemmta. Olafur prestur Gíslason
treysti sjer ekki að standast áhlaup gestanna og
sat þess vegna ekki veizluna, en reikaði úti fyrir;
hann var orðinn garnall og hrumur. Ragnheiður
tjuðbrandsdóttir var sömuleiðis úti og gleymdu
henni allir.
Matarleifar voru uú bornar út, en öl og aðrir
afengir drykkir inn, og hver skemmti sjer, eins og
honum þótti bezt; var nú farið að líða að nóttu.
I?eir sem voru lasburða eða gamlir, lögðu sig til
svefns. Margrjet þorsteinsdóttir gekk fyrst út úr
brúðarstofunni, til að Ieita sjer að hvílustað, en
hann vár ekki á liraðbergi. Hún gekk þá inn í
8