Draupnir - 01.05.1893, Page 114
114
svefnlopt Jóns biskups; þar brann ljós, en enginn
maður var inni. Hjónasængin stóð þar upp búin og
glitábreiða Katrínar yfir henni. Margrjet gleymdi
nú svefninutn, lagði hendurnar í kross á brjóstið,
stóð svo, horfði lengi á sængina og mælti fyrir
munni sjer: nEnginn hefir brugðið mjer um barna-
ólán. Arngrímur son minn er skólastjóri erlendis,
jþórður var líka skólastjóri, dóttir mín er prófasts-
kona, og Jón biskup, vonaði jeg, að við hlið •
frú Guðríðar murtdi fúllkomna gæfu mína — en nú er
því snúið á annan veg«. — þ>á gekk brúðurin inn
og tók að afklæða sig. Hempuermar hennar voru
þröngvar og streyttist hún við að komast úr þeirn.
Margrjet sá það, eu gaf sig ekki að. jpær horfð-
ust nú í augu, Margrjet gekk út, en Sigríður, sem
nú var komin úr hempunni, skellti hurðinni í lás
á eptir henni og hjelt áfratn að afklæða sig.
Gömlu Katrínu Jónsdóttur var vísað til sængur
í kandídataloptinu; hún þakkaði fyrir og gekk út,
og sömuleiðis Kagnheiður Torfadóttir. Bóndi henn-
ar sat við drykkju með biskupi. Inni í ■ gestastofu
sat Daði prestur Halldórsson og ræddi við Katrínu
Abrahamsdóttur. »Hafið þjer enn ekki ferðast í
Hreppana?« spurði hann hana.
»Ekki enn þá«, prestur minn!«
»þ>angað' ættuð þjer að koma. Ogmundur biskup
nefndi þá Gullhreppa, og ef þjer einhvern tíma skyld-
uð verða þar á ferð, megið þjer ekki fara fram
hjá Stóra-Núpi.
Hún sendi honum hýrt auga og brosti út að
eyrum. Hann tók í hönd hennar. Oddur Sigurðs-
aon, sem hafði brugðið sjer heim frá háskólanámi,