Draupnir - 01.05.1893, Síða 126
126
bisknp. Gripu þeir þá aptur til spilanna og bik-
aranna.
,,Jeg kenni guðs götu í sannleiká, Árni! ekki
blind forlög, heldur stjórn og handleiðslu guðs í
öllum hlutum. Jeg segi ekki, að drottinn egni
menn upp til ills, það sje fjarri mjer, það væri
hið sama og að draga draga dár að guðs hátign.
Bn jeg sný elcki aptur með það, sem jeg sagði, að
vjer erutn ekki verka vorra ráðandi, guð snýr þeim
eptir vísdómsráði sínu, — hvort svo sem vort áform
hefir verið — til hegningar eða endurgjalds á hentug-
asta og bezta tíma. En rtú á þessum síðustu og
verstu tímum vilja menn rífa sig undan yfirráðum
hans og lifa eptir munni og maga, — verða sinn-
ar gæfu smiðir«.
,,Er þetta nú jeg?" spurði Arni.
,,þú og aðrir leika sjer að því, að tæta trúna
úr brjóstum manna, og setja eigin rjettlæti í stað-
inn, vilja svo hrifsa rjettlætissverð úr hendí drott-
ins og sveiíia því eptir eigin geðþótta".
„í>ú ert orðinn kenndur Jón! Jafngáfaður og
mikill maður á að kunna hóf sitt“.
,,J>að kemur fyrir ekkort, hversu gáfaður og mik-
ill maðurinn er; sjo hann ekki jafnframt trúmað-
ur, er hann engÍDn maður“. Biskup hvessti rödd-
ina, því Árni æsti hann upp með glettni sinni.
„Heyrirðu ekki, að það er verið að hringja",
spurði Árni.
»Mig varðar um enga hringingu«.
|>jónninn kom þá aptur inn, gekk hægt og stillt
til biskups. »|>að er búið að samhringja, herra
biskup!« sagði hann.