Draupnir - 01.05.1893, Page 133
133
mýkja þessa skapraun með ljelegri meðaumkvun
og ganga að eiga aðra konu að mjer ásjáandi.
Veiztu ekki, að allir vegir til að komast til álits
og virðingar hafa verið bleyttir og þvældir í lyga-
og rógþvæli vina þinna og náunga, svo jeg á engrar
uppreisnar von, — allt þín vegna«.
Oddur leit nú upp og sagði forviða: »Og vegna
hvers hefði það átt að vera?«
»Til þess að gera mig fyrirlitlega í angum þín-
um, til þess að þú, sem lifir og hrærist í munaði
og nautn einsamalli, aldrei skyldir hafa kjark f
þjer til þess að taka að þjer svívirta konu, sem
þú og þínir hafa gert óstöðuga og hverflynda,
ffieð því þið jafnan hafið gefið mjer vonir og aptur
svipt mig þeim. En líttu út og sjáðu þennan him-
inn!«
Hún gat ekki sagt meira, því Oddur greip fyrir
munninn á henni svo fast, að naglaförin sáust
eþtir: ..Heldurðu, foraðið þitt, að þú teljir mjer
hughvarf?" sleppti síðan takinu og sagði: ,,Eða-
livað kemur þessi himinn mjer við?“
),Hann mun fyr hrynja í haus þjer ögn fyr-
lr ögn, en að þú nokkru sinni fáir &ð njóta
Huðrúnar Guðmundsdóttur í Brokey. Fyrir henn-
^1’ sakir hef jeg saklaus verið tætt í sundur frá
þeirri stundu, að móðir þín útvaldi þjer hana í
Imga sínum sakir arfsvonarinnar. En þið munuð
Þæði stóra skapraun erfa og annað ekki af öllum
okurpeningum Guðmundar þorleifssonar".
Oddur sá, að ofsi dugði ekki og sagði: ,,þú ert
sköpuð til að þjóna öðrum í þeirri stöðu, sem þig
Þyrstir eptir sjálfa að komast í, en kemst aldrei í.