Draupnir - 01.05.1893, Page 134
134
Fyrir skemmstu ófstu ííbreiðu yfir hjónasæng Jóns
biskups Yídalíns, og menn sögðu, að þú hefðir
haft augastað á honum og nú saumarðu aðra
yfir sæng okkar Guðrúnar; — og hver verður sú
þriðja?'1 Hann kinkaði kolli framan í hana, hló
og mælti: ,,Jeg masa of mikið við þig. Móðir
mín bíður eptir mjer, til þess að ríða með sjer að
Skarði í brúðkaup Brynjólfs jpórðarsonar, og jeg
er ekki hjer hjá þjer í hennar orlofi“. Horfði
haun þá háðskur niður á sig og sagði: ,,Mjer er
ekkert að vanbúnaði. Jeg þarf að fara að kynna
mjer brúðhjónasiðu, til þess að vera því betur und-
ir búinn, áður en jeg tek Guðrúnu að mjer!“
»Djöfull!« mælti hún fyrir munni sjer, »þú kvong-
ast aldrei! — þú vilt enga, meðan þær vilja þig,
og svo vill þig ODgin, þegar þú vilt þær«.
»Nema þú, Katrín mín ! — f>ú yfirgefur mig seiu-
ast! — Bn bíddu nú fyrst!« Gekk hann þá snúð-
ugt út og mælti fyrir munni sjer: »Æðisgenginni
konu reiðist enginn maður«.
5pá er hann kom út, var hann sá sami Oddur,
reigiugslegur og stórsnúðugur. Katrín horfði á ept-
ir honurn, felldi nokkur tár og blíðkaðist. Svo
æddi hún út að glugga, leit út og sá, að þau mæðg-
n riðu úr hlaði með fríðu fiiruneyti. Hljóp hún
þá til dyrá og kallaði: »Jeg hafði ekki lokið við
það, sem jeg ætlaði að segja. Heyrðu Oddur!«
»Jeg held ekki, Katríu mfn! — En nú verður
það að bíða endurfunda«, kallaði hann á móti og
hjelt áfram.
•Farðu þá á vald þess vonda!« sagði hún, settist
niður og fór að sauma halann á ófreskjuna sína.