Draupnir - 01.05.1893, Page 143
143
,,|>ó fyr hefði verið, herra!“ sögðu þeir. „Hversu
fjell yður nú við Stapa-kryplinginn? ‘
Biskup mælti fyrir munni sjer, um leið og hann
steig á bak: „Heiðarlegur hjörfagrjer — hlaðinn
mennt og sóma; — yfir hann jeg ekkert ber —
utan hempu tóma“1.
„f>á er ekki auðsjeð, hvað undir annars stakki
býr“, mæltu þeir.
„Nei, vissulega er það ekki“, svaraði biskup.
„Margur fagur gimsteinn leynist í sorpinu, sem
enginn gefur gaurn að. Við sjálfan sig sagði hann:
„Jog tel þessa samfundi okkar meö unaðarríkustu
stundum lífs míns. Guðmundur er mikill trúmað-
Ur. Jeg skal efna orð mín við hann. Jeg skal fá
þv? framgengt við konung, að hann veiti honum
uppeldi. — Bn hvort andi þessa manns verður eins
frjáls binum megin grafar og hann heldur, fæ jeg
að sanna, ef jeg lifi hann“.
Guðmundur Bergþórsson dó ári síðar.
Veizlan á Skarði.
A höfðingjasetrinu forna, Skarði á Skarðsströnd,
var mikið um dýrðir, því tveir af hinum ættgöfg-
ustu mönnum á íslandi, Brynjólfur á Hlíðarenda,
sonur f>órðar biskups, og Björn Pjetursson frá
Staðarhóli, voru komnir þar, að halda brúðkaup sín
t>l dætra f>orsteins sál. f>órðarsonar. f>angað sóttu
boðið flestir virðingamenn af Vesturlandi og marg-
lr úr öðrum landsfjórðungum. Frú Guðríður, ekkja
Eptir gamalli sögusögn af Vesturlandi, og erbisk-
upi eignuð vísan.