Draupnir - 01.05.1893, Page 145
145
í kirkjuna, konurnar á eptir, og á svipstuudu var
enginn á hlaðinu nema frú Guðríður; hún gekk til
bæjar, inu í stofu og litaðist um. ]par var búið
að breiða dúka á borðið og allt var til reiðu. f>á
gekk hún inn í brúðarhúsið og var þar allt í lagi
og góðri reglu, tindiskar, hnífar, saltker, bikarar
og allt, sem á þurfti að halda við höfðinglega brúð-
kaupsveizlu, en enginn lifandi maður eða kona
var þar sjáanleg. Húu leit þá út og sá nokkra
menn ríða að garði. Hún horfði og horfði. ,,Jón
biskup Vídalín með sveina sína“, sagði hún. ,,Jeg
fann á mjer, að einhvern vautaði. A jeg að ganga
út? — A jeg?“ — Og áður en hún svaraði sjer sjálfri,
'stóð hún fyrir utau á stjettinni.
Jón biskup reið nær, horfði heirn á hlaðið og sá
frú Guðríði, og hann fann til einhverrar undarlegr-
ar skapbreytingar; eu hvort honum var geðfellt
eða ógeðfellt að sjá hana, það vissi hann ekki.
Hann kippti í taumana og stóð við, ljet þá aptur
lausa og reið heim.
,,Heil og sæl! húsfrú Guðríður!“ mælti haun.
..Heill og sæll, biskup!" svaraði hún.
Biskup litaðist um og sagði: „Hef jeg farið daga
'vdlt? Jeg sje hjer engau úti“.
„Og ekki einu siuni mig?“ mælti hún með
kýmnisbrosi sínu.
„Fyrirgefðu mjer, húsfrú góð ! Jeg átti við
veizlugestina“. Jeg liafði heyrt fljúga fyrir, að þú
*tlaðir ekki í veizluna“.
..Svo það hafðir þú heyrt, og það var sennilegt;
'8n jeg breytti þessu áformi, eins og mörgum góð-
10