Draupnir - 01.05.1893, Page 151
151
vogarskálarnar, þegar þjer stofnuðuð þennan ráða-
hag hjer í fyrra.^ jpjer lögðuð þó einu sinni svo
harðan dóm á það, að jeg mót venju við þvílíkt
tækifæri ásetti mjer að svara yður“. jpessa ræðu
heyrðu ekki aðrir, en Jón biskup Vídalín.
Prú Guðríður brosti, svo spjekopparnir fæddust á
vöngunum, en einhver ónotalegur kuldagustur strauk
þá jafnóðum aptur af, og glettniu, sem skein úr
augum hennar, minnkaði, hvernig sera hún
reyndi að knýja hana fram. Samt hló hún þar
til hláturslindin var tæmd, safnaði hún þá nýjum
kröptum, þaguaði og horfði á Björn biskup. iHann
gerði hið sama og reyndi að hlæja, en gat ekki.
Hann langaði til að hefna gamalla unda. Bptir
að þau höfðu setið þaimig þegjaudi um hríð, rauf
hann þögnina og sagði með uppgerðarbrosi :
,,Og húsfrú góð! jeg hef sannspurt, að þjer
hafið látið yður sannfæra um hitt þrætuefni vort.
Henni varð hverft við og sagði: ,,Við hvað
«igið þjer ?“
,,Að þjer þekkið nú, hvað það er að elska og
að fórna“.
Nú hitti örin. Frú Guðríður hrökk saman; eld-
Ur tindraði úr augum hennar þá er hún stóð upp
og sagði: „þá hafa englarnir illa logið að yður,
herra biskup !“
Jón biskup Vídalín spratt sömuleiðis upp og gekk
út. þannig hafði hann^aldrei fyr sjeð henni bregða.
Hjörn biskup stóð Iíka upp forviða og hálfsneyptur,
1) Prú Guðríður fór árið áður að Skarði i lieim er-
indagjörðum.