Draupnir - 01.05.1893, Page 159
169
varstu hlutskarpari; en einhverju sinni skaltu þó
lúta, og meiri sneypa af verða!«
Biskup veitti honum enga eptirtekt, en hugsaði
rneð sjer: »Hví skildust vegir okkar Guðríðar í mis-
þóknun? Jeg ann henni og hún mjer, og hennar
glaða lunderni á svo vel við mig; en hvað þýðir
að fárast um orðinn hlut? — Biskup reið nú alla
nóttina, og sveinar hans yrtu ekki á hann. Vind-
urinn nöldraði við helsvarta fjalldrangana, og hest-
arnir spyrntu grjóti og leir úr götunum hvor
á annan, og eldglseringar úr spoium þeirra tindr-
uðu eins og stjörnur. Bisknp og sveinar hans fóru
svo hratt yíir, að það’var eins og að hver hnúkur-
inn svelgdi annan, og fjöllin fœddist og dœi hvort
í annars skauti. Loksins tók bleik dagsklina smátt
°g smátt að iýsa upp hjeraðið og syfjuðu ferða-
•Dennina, sem höfðu brett kápukrögunum upp á háls-
Jnn, til þess að verjast næturgolunni. Enginn tal-
aði orð. Biskup var þögull og alvarlegur, og eptir
höfðinu dansa limirnir. Sólin fór að færast hærra
á loptið, og geislar hennar skinu blítt og fagurt
gegn um gráti þrungiu skýin, sem viku hægt hvorb'
fyrir öðru.
»Hve lengi mun biskup ríða þannig, og ekki
evo mikið sem skipta hestum?« ræddu sveinar hans
kvor við annan. þ>á riðu þeir að djúpri laut, sem
var umkringd af hálsum ,á allar hliðar.
»Hjer skulum vjer reisa tjöld vor, sveinar!« mælti
^iekup, klappaði á makka hestsins og sagði: »Vel
^efir tólfdala-Brúnn dugað mjer í nótt, ekki nema
^jögra vetra gamall«. þ>eir riðu sniðgötu ofan háls-
inn.