Draupnir - 01.05.1893, Page 162
162
banabeð f>órðar biskups og skilið betur síðustu bæn
hans, en jeg gerði þá. Guðríður minnti mig á hana,
er hún bað mig að heilsa legstað hans. Jeg hef
nú sjeð yfirsjónir mínar og bernskubrot, sem dauð-
inn einungis afmáir. f>að er allt hyerfult í þessu
lífi, vjer stöndum hjer eða stöndum þar og getum
engu breytt af því, sem breyta þarf«.
»f>ú verður mjer torskildari og torskildari, mág-
ur!« sagði f>órður.
»Og sjálfum mjer sömuleiðis; jeg er fárinn að
skilja svo margt, sem jeg ekki hef skilið fyr. Guð
einn veit, hvenær vjer komumst svo hátt, að láta
rjettlætið sitja í fyrirrúmi fyrir óskum vorum. Jeg
hef að minnsta kosti þurft mörg ár til að brjóta
af mjer æskufjörið«.
•Æskufjörið! Eins og það sje nokkur kostur,
Jón minn«.
Biskup stundi við og sagði ennfremur: »Hversu
margir föllum vjer ekki í valinn, áður en vjer fá-
um varpað af oss gjálífishatnnum? — Vjer vitum
ekki, vjer skiljum ekki, að vjer erum aðdragaaðra
á tálar, og mettum hjegómadýrð vora á tárum og
andvörpum þeirra. — Guð náði mig og tilreikni
mjer ekki mín bernskubrotU
Biskup huldi andlitið í höndum sínum og tár-
felldi. fxórður horfði forviða á hann og sagði: Ertu
að gráta yfir brestum þínum, Jón?«
»Guð gæfi, að vjer grjetum eins beiskum tárum
yfir syndum vorum, eins og yfir eymdum vorum,
því þær eru þó hættulegastar«, svaraði biskup.
»Hvað gengur að þjer, mágur?«
•Ekkert, nema að jeg hef skygnzt inn í helgi-