Draupnir - 01.05.1893, Page 164
164
anna, mágur! og fáum okkur hressiugu. Jeg sá
húsfrú Guðrlði nú í síðasta skipti*.
»Og hvernig veiztu það?«
»Óljóst hugboð sagði mjer það, þá er hún fylgdi
mjer út á stjettina á Skarði, og hugboð mitt hefir
aldrei svikið mig“. f>eir gengu til tjaldanna.
Biskup iieldur heim.
Haustið var gengið í garð og veðrið var blítt og
milt. Sumarið hafði víðast hvar verið fengsælt
og árgæzka var mikil. Jón biskup hraðaði för sinni
•heim í Skálholt, en varð þó of seinn. Arni var
farinn aptur, og þeir Páll Vídalín báðir höfðu að
eins komið þangað til fundar við biskup, sem þá
var riðinn vestur. Biskup frjetti það, er hann kom
heim, og reið þá til Bessastaða og svo víðar. Dvald-
ist honum lengi í þeim erindum.
J>að var síðla eitt laugardagskvöld, að þá fjelaga,
Arna og Pál, bar að garði. Biskup var ekki heima,
en þeim var engu að síður vel tekið. Árni gekk
til gestahúss, sem var í öðrum snda heimabygging-
arinnar. þar hafðist hann jafnan við, þá er hann
var í Skálholti; nú skipti hann klæðum sínum.
Páll var eptir í biskupsstofu og ljek sjer við Sól-
veigu, .dóttur Jóns biskups, því hann var mjög
barngóðnr. Heimamenn ráku sauði til slátrunar í
rjettina vestur á hlaðinu, aðrir tyrfðu hey, og enn
aðrir reiddu fjóshauginn á túnið. En konur sátu
við ullarvinnu og ýmislegt annað, gerðu við plögg
vinnumanna og færðu í lag, það sem af sjer var
gengið um heyskapartímann. Fjósamenn eltust við
nautpening austur á mýrinni og voru auðsjáanlega
t