Draupnir - 01.05.1893, Síða 167
167
„Hjer er jpórdís1', sagði kona, sem kom að í
þessu; hún var seinmælt og riðaði.
Magnús horfði á hana: ,,f>ú, Stokkseyrar-Dísa, ert
hjer“, sagði hann. „Hvað viltu hingað?“
„f>að sama og þii, sauðurinn minn!“
„Hvað vil jeg þít?“ spurði hann.
,,f>ú ætlar að finna biskupinn, og jeg ætla líka
að finna hann og fá hann til að hlutast til um,
að jeg fái aptur silfurhnappana úr peisu Guðmund-
ar míns, sem stolið var hjerna um árið“.
„f>ú ert þá kröfufrekari en jeg, kerla! þjófurinn
var hengdur, en ekki krefst jeg, að Arni sje hengd-
ur; jeg vil einungis fá kerlinguna mína heim apt-
ur“, sagði Magnús.
Eagnheiður var nú komin á bak og barði hest-
inn með höndum og fótum, en Magnús hjelt í
tauminn og stritaðist í móti, svo að hesturinu snör-
ist eins og skopparakringla kring um hann. Heima-
menn streymdu að með ópi og óhljóðum, menn og
konur á ataðnum lágu hlægjandi í gluggunum, og
smámsaman hlupu nýir inn í hópinn. jpórdís Jóns-
dóttir var inni, vissi ekki, hvað um var að vera
og sagði við Sæmund son sinn: „Farðu ekki út í
þessa óþverra þyrpingu!1' Hann heyrði ekki, en
hljóp út, og húu á eptir honum allt út á hlaðið.
Magnús sá hana, sleppti hestinum, og Bagnheið-
ur þaut austur traðir eins og vindþytur; hinir
horfðu á eptir henni. f>au Magnús og jpórdís horfðu
hvort á annað.
„|>ig er jeg kominn að finna", sagði hann.
Hún tók til fótanna, hann á eptir og náði í
hempufald hennar, um leið og hún skauzt inn í