Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 170
170
»Jeg veit ekki, með hverju þú getur staðhæft
þessi orð þín«.
»það á jeg hægt með. Manstu ekki forðum,
þegar Leirulækjar-Yigfús, frændi þinn, kallaði þig
frá mjer? Nú veit jeg vel, hverju agni hann beitti
fyrir hjegómadýrð þína, til þess að skilja okkur«.
»Og hvað var það?« spurði Árni.
»það, að hann sýndi þjer, hvað lítilfjörleg jeg
og míuir voru í samanburði við þig. þið karlmenn,
með allri ykkar menntun og öllum ykkar kostum,
eruð þó í mörgu þrekminni og ómerklegri, en vjer
konur, því með því að draga dár að ykkur, má
flæma ástina úr huga ykkar, en ekkert megnar að
íikilja okkur frá þeim manni, sem við elskumn.
»þjer er svo gramt í geði, þórdís, af viðureign
ykkar Magnúsar, að þú skeytir skapi þínu á mjer«,
svaraði Arni og brosti.
»Nei, en jeg veit vel, hver er orsökin til þess, að
jeg batzt Magnúsi — og til allra sorga og eymda
minna«.
»Er það nú jeg?« spurði Árni.
»Já, þú og enginn annar lagðir grundvöllinn und-
ir mæðuferil minn, og ert nú að hlaða máluin ykk-
ar Magnúsar ofan á hann. En sleppum því, sem
liðið er, það verður ekki aptur kallað; en hefir
þjer farizt við mig síðan eins og drenglyndum
manni sómdi?«
»Jeg veit ekki«, svaraði Árni.
»þá veit jeg það, því þessi ár, sem við höfum
•kynnzt, hefirðu látið eins og þú þekktir mig ekki,
og þó verðurðu að viðurkenna fyrir guði og sjálf-