Draupnir - 01.05.1893, Síða 185
185
Frúin gekk aptur til stofu og hin á eptir. Bisk-
up Ieit við og sagði: ,,Hvað vill fórdís nú?“
„Tala við þig“, sagði frúin, ,,á meðan jeg fer í'
reiðfötin“.
,,Má það ekki bíða?“ mælti biskup^óþolinmóð-
ur.
„Hún svarar til þess“, og frúin skaut henni inn.
Gekk hún að því búnu upp á þingvöll að hitta
kunningjakonur að máli og ráðstafa hinu og þessu.
Síðan gekk hún til prestskonunuar, mágkonu sinn-
ar, við hana hafði hún líka margt^að tala. Tím-
inn drógst. Biskup gekk þreyjulausj um gólfið og
horfði út millum þess, sem hanu talaði við þór-
dísi.
,,þ>að eru þá silfurhnapparnir, sem þjer búa
svo ríkt í huga“, sagði hann.
„Ekki í huga, biskup! Jeg vil fá þá!“
„Og hefurðu ekki talað um þá við sýslumann-
inn ?“
„Jú, margopt. Hann segir, að þeir hafi verið-
skornir úr nærkjólnum, þá er hann náðist; en kunn-
ugir hafa sagf mjer, að hnapparnir nutni vera á
heimili hans, — það voru forkunnlega stórir víra-
virkishnappar. Nú vonaði jeg, að þjer vilduð sýna
það lítillæti, að tala um þetta við sýslumanninn;
bann mundi heldur láta að^orðum yðar“. Hún
finaði einlægt ftaman í biskup meðau hún talaði.
.,Jeg blanda mjer ekki inn í ykkar sakir, eins
°g jeg hafi ekki nógar aðrar! •— nei, þórdís“.
i.Vill Guðmundur Vest, bóndi þinn, ekki láta
eygjast lengur?“ spurði Arni, sem blaðaði í bók á
borðinu. Fleiri voru þá ekki inni.