Draupnir - 01.05.1893, Blaðsíða 186
186
„Guðmundi þykirþaðof miklir smámunir”, svar-
aði hún.
„Og þú lieldur, að jeg sje lítilþægari?“ sagði
biskup.
Hún varð nú rúðalaus. ,,Nei, herra biskup! það
er ekki smálegt að ganga eptir síuu, en þessir karl-
menu eru of smálegir til að gera það, ef þeir halda,
að einhver gárungi hlæi að sjer, þrek þeirra ristir
nú ekki dýpra. I þessum stærri gripdeildum, sekt-
um og tolltekjum, ganga þeir berserksgang, af því
að það er nú tízka og landsveqja".
,,Er Sigríður enn þá ekkikomin!" hrópaði bisk-
up, ,,Hvað tefur hana svo lengi?" Hann leit út.
„Jú, þarna kemur hún!“ Stökk hann þá út og
sagði um leið: ,,þú verður að huggast án hnapp-
anna, þórdís!“.
,,Já, hvað um það!“ og hún setti niður orðin.
„Jeg skal þó fá þá dauð eða lifandi".
Arni leit þá upp kýmilegur og spurði: „Hvernig
líta hnapparnir út?“
„þeir voru kúlumyndaðir, herra minn! með stórri
áttablaðarós á kolli og doppu upp úr. Hver veit
nema þjer getið hjálpað mjer!“.
„Klemens, þjófurinn, hefir haft þá með sjer til
Valhallar“, sagði hann.
Hún athugaði þetta, til Valhallar. — ,.Fari hann
þá bölvaður!“. Arni skellihló, þá skildi hún háð-
ið. — „Já, og þjer með“, bætti kerling við, „og
þið biskup báðir, óhappaseggirnir, uggir mig“, sagði
•hún og vatt sjer snúðugt út úr dyrunum.
Biskup sagði, er hann kom út á hlaðið: „Ertu
nú ekki til Sigríður míu?“