Draupnir - 01.05.1893, Page 188
188
„Sprengdu ekki Brún minn!“ kallaði frúin, þeg-
ar saman dró með þeim.
„Hann má springa, þegar hann vill!“
Aptur dró sundur, svo þau misstu sjónar á hon-
um. Vegurinn var ógreiður og skógurinn mikill.
Svona gekk ferðalagið, þar til er sólin kom upp;
hvergi var staðið við. |>au fóru yfir um ána hjá
Spóastöðum, biskup fyrst, síðan þau. Hanu lagði
á hestinn sinn austan megin, þau sprettu af vest-
au megin; hann var þannig ávallt kippkorn á und-
an. Hann kastaði sjer niður við Kerslæk og drakk;
hesturinn bljes, eins og hann væri að springa. |>aU-
komu. Biskup spratt upp, á bak og flaug eins og
valur á veiðum yfir mýrina, keldurnar, þýfið og heitn
á hlað i Skálholti; hanu mætti vinnufólkinu, heils-
aði engum, en spurði: „Hvernig líður móður
minni?“
„Hún er önduð“.
Hann varð sem þrumu lostinn, en mælti eptir
stundar þögn: „Hvenær dó hún?“
„Um sólarupprás gaf hún upp andann“.
Biskup settist niður á garðinn og huldi andlitið
í höndum sínum.
„Hún bað að heilsa yður, og spurði opt uin>
hvort þjer kæmuð ekki“, sagði það.
J>au frú Sigríður riðu nú í hlaðið. Biskup stóð
þá upp og gekk seint og hægt inn að líkinu, og.
kastaði sjer yfir það.
„Nú er Jóni míuum brugðið", liugsaði frúÍD.
„Jeg hef aldrei fyr riðið svo í hlaðið, að hanö
hjálpaði mjer ekki af baki, þá er hann hefir verið
heima“. Vatt hún sjer þá sjálf úr söðlinum, frjetti